Golfferð til Belek í Tyrklandi
Verð frá kr.- 609.900 á mann.
Mars, September, Október, Nóvember - 2026.
Belek er staðsett við Miðjarðarhafsströndina í um 40 mín akstursfjarlægð frá Antalya. 
Tímabil
Vor og Haust 2026
Staðsetning
Belek - Tyrkland
Verð frá
Kr.- 609.900 á mann

Belek – Lúxus, gæði og golf í heimsklassa

Belek í Tyrklandi er draumastaður fyrir kylfinga sem vilja sameina frábært golf og lúxusfrí. Svæðið er þekkt sem golfhöfuðborg Tyrklands og býður upp á yfir tíu glæsilega golfvelli hannaða af heimsþekktum arkitektum, eins og Nick Faldo og Colin Montgomerie.
Golfferðir til Belek tryggja þér fyrsta flokks gæði, vel hirtar brautir, fjölbreytt landslag og áskoranir sem henta bæði byrjendum og reyndum kylfingum. Veðrið er nánast fullkomið allt árið með mildum vetrum og sólríkum dögum sem gerir Belek að frábærum áfangastað fyrir golfferðir allt árið um kring. 
Þjónustan er í hæsta gæðaflokki. Lúxushótel með „all inclusive“ pakka, heilsulindir, strandir og veitingastaðir sem bjóða upp á tyrkneska og alþjóðlega matargerð. Flest hótel eru í göngufæri frá völlunum eða bjóða upp á þægilegar skutluferðir. Ef þú vilt upplifa golf í heimsklassa umhverfi, með frábærri gistingu og óviðjafnanlegri þjónustu, er Belek rétti staðurinn. 
Bókaðu golfferð til Belek í dag og njóttu golfdraumanna í hjarta Miðjarðarhafsins!

Pasha Antalya - Skemmtilegur og krefjandi völlur fyrir alla kylfinga

Pasha golfvöllurinn í Belek er fullkominn fyrir þá sem vilja blanda saman skemmtilegri áskorun og frábærum leikupplifun. Völlurinn er hannaður til að henta bæði byrjendum og reyndum kylfingum, með víðum brautum sem gefa svigrúm fyrir lengri högg og öruggt spil. En láttu ekki víðáttuna blekkja þig, vatnshindranir, glompur og falleg tré gera það að verkum að nákvæmni og taktísk hugsun skipta sköpum. Pasha er vel við haldið, með sléttum flötum og þægilegu leikflæði sem tryggir ánægjulega golfferð frá fyrsta höggi til síðasta pútts.

Sultan Antalya – Áskorun í hæsta gæðaflokki fyrir reyndari kylfinga

Sultan golfvöllurinn í Belek er sannkölluð perla fyrir þá sem sækjast eftir krefjandi og spennandi golfupplifun. Völlurinn er talinn einn af bestu keppnisvöllum svæðisins og býður upp á áskoranir sem gera hann sérstaklega eftirsóttan meðal reyndra kylfinga. Brautirnar eru þrengri og krefjast nákvæmni í hverju höggi, flötin eru snúnar og fjölmargar hindranir setja leikmenn á próf. Hér er ekkert gefið, taktísk hugsun og gott sutta spil eru lykillinn að árangri. Sultan er vel við haldið og býður upp á fyrsta flokks leikflæði í fallegu umhverfi. Ef þú ert að leita að golfvelli sem sameinar gæði, áskorun og spennu, þá er Sultan rétti staðurinn.

Cullinan Aspendos – Nútímalegur völlur með skemmtilegu flæði

Aspendos golfvöllurinn hjá Cullinan er fullkominn fyrir kylfinga sem vilja njóta nútímalegrar hönnunar og frábærs leikupplifunar. Völlurinn er hannaður með sanngjörnum áskorunum og mjúku flæði milli hola sem gerir leikinn bæði skemmtilegan og afslappandi. Opnar brautir bjóða upp á svigrúm fyrir lengri högg, en vatnshindranir á nokkrum holum og stórar, vel viðhaldnar flötur tryggja að leikurinn verði spennandi án þess að vera of flókinn. Aspendos er því kjörinn fyrir alla kylfinga, hvort sem þú ert byrjandi eða vanur leikmaður.

Cullinan Olympos - Fjölbreyttur og krefjandi völlur

Olympos golfvöllurinn í Cullinan er fjölbreyttur og krefjandi völlur sem einkennist af ólíkri hönnun milli tveggja níu holu hluta og veitir kylfingum stöðuga tilbreytingu í leiknum. Völlurinn liggur að hluta í opnara landslagi og að hluta meðal trjáa, sem krefst bæði lengdar og nákvæmni eftir holum. Vatn er áberandi á nokkrum köflum og hefur áhrif á stefnumörkun, sérstaklega á innkomu að flötum. Flatar eru hraðar og krefjandi, og brautir vel við haldnar, sem gerir völlinn að góðum kostum fyrir bæði reglulega kylfinga og þá sem vilja reyna sig við aðeins meiri áskorun en á hefðbundnum ferðamannavöllum.

Carya - Einn glæsilegasti golfvöllur Tyrklands

Carya golfvöllurinn er einn þekktasti og glæsilegasti golfvöllur Tyrklands og nýtur mikils álits meðal kylfinga alls staðar að úr heiminum. Völlurinn er hannaður með áherslu á gæði og nákvæmni og býður upp á fjölbreyttar holur sem reyna á bæði lengd og tækni. Brautirnar eru vel mótaðar, flatar haldnar í toppstandi og hindranir staðsettar á þann hátt að krefjast góðrar stefnumörkunar. Sérstaða vallarins felst einnig í því að hann býður upp á næturgolf á flóðlýsingu, sem gerir leik við sólsetur og í myrkri að einstakri upplifun. Carya er frábær kostur fyrir kylfinga sem vilja spila á hágæða velli í fallegu umhverfi og upplifa golf á öðru stigi en þeir eiga að venjast. Turkish Airlines golfmótið á DP World Tour er leikið á Carya Golf Club sem segir til um gæði vallarins.

Titanic Deluxe Belek - 5 stjörnu lúxus hótel

Titanic Deluxe Belek er fimm stjörnu lúxushótel sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir bæði golfara og aðra sem vilja slaka á í fallegu umhverfi. Hótelið er staðsett við árbakka í grónu svæði í Belek og er umkringt náttúru, sem skapar rólegt og afslappandi andrúmsloft, aðeins steinsnar frá ströndinni. 
Lesa meira
#
Gestir njóta góðs af rúmgóðum og nútímalegum herbergjum og svítum sem eru vel búin með loftkælingu, minibar, sjónvarpi, wifi og flest herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er fjölbreytt úrval veitingastaða þar sem boðið er upp á bæði alþjóðlega rétti og tyrkneska matargerð, auk glæsilegra bari og setustofa. Heilsulindin er vel búin með innilaug, gufuböðum, tyrknesku baði, líkamsrækt og fjölbreyttu úrvali meðferða.
Fyrir þá sem vilja afþreyingu býður hótelið upp á sundlaugar, einkaströnd, íþróttaaðstöðu, tennisvelli og kvöldskemmtanir. Titanic Deluxe Belek hentar sérstaklega vel fyrir golfhópa, pör og vinahópa sem vilja sameina þægindi, góða þjónustu og aðgengi að nokkrum af bestu golfvöllum Tyrklands. Stutt er í helstu golfvelli Beleks og aðstaða hótelsins er sniðin að þörfum kylfinga með geymslurými fyrir golfsett, skutlþjónustu og sveigjanlegan morgunverðartíma þegar spilað er snemma.

Sirene Belek Hotel - 5 stjörnu lúxus hótel

Sirene Belek Hotel er glæsilegt fimm stjörnu hótel í Belek sem hentar einstaklega vel fyrir golfara sem og gesti sem vilja njóta afslöppunar og góðrar þjónustu. Hótelið er staðsett nálægt ströndinni og í stuttri akstursfjarlægð frá helstu golfvöllum svæðisins. 
Lesa meira
#
Herbergin eru rúmgóð og þægileg, búin öllum helstu þægindum á borð við loftkælingu, minibar, sjónvarp, öryggishólf og svalir eða verönd. Á hótelinu er gott úrval veitingastaða þar sem boðið er upp á bæði alþjóðlega matargerð og sérhæfða veitingastaði, auk bara og seturýma. Heilsulindin býður upp á innilaug, gufuböð, tyrkneskt bað, líkamsrækt og nuddmeðferðir.
Fyrir þá sem vilja meira líf og fjör er boðið upp á sundlaugar, strandaðstöðu, íþróttavelli og kvöldskemmtanir. Sirene Belek er þekkt fyrir persónulega þjónustu og rólegt andrúmsloft sem gerir dvölina þægilega fyrir bæði pör og hópa.

Sueno Golf Belek Hotel - 5 stjörnu lúxus hótel

Sueno Golf Belek er fimm stjörnu lúxushótel, hannað sérstaklega fyrir kylfinga sem vilja upplifa golf á heimsklassa ásamt fullkomnu fríi. Hótelið státar af ævintýralegri staðsetningu meðal fallegra furutrjáa, við hliðina á tveimur glæsilegum keppnisvöllum – Pines og Dunes – sem þú getur stundað beint frá herberginu.
Lesa meira
#
174 vel útbúin herbergi og svítur með svölum, flatskjáum, loftkælingu og morgunkaffi. Sumar svítur bjóða upp á glæsilegt útsýni yfir golfvellina og hafið. Möguleiki á að nota aðstöðu hjá systurhótelinu Sueno Deluxe Belek, með vatnsrennibrautum, auka sundlaugum og skemmtiefni.
Á staðnum eru margir veitingastaðir, vínbarir og sundlaugabar með alþjóðlegum réttum og drykkjum. Spa & vellíðunarþjónusta er á svæðinu með 8 nuddherbergjum, gufubaði, tyrkneskt bað (hammam), innisundlaug, sauna heilsumeðferðum. Frábær íþrótta- og afþreyingaðstaða með líkamsræktarstöð, tennisvöllum, leiktækjum innanhúss (borðtennis, billiards), og sund á einstakri strönd með þjónustu.

Ferðadagsetningar fyrir vor og haust 2026

Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
  • 12 dagar - 5 mars (Sueno Delux Belek)
  • 12 dagar - 25 september (Sueno Golf Belek)
  • 12 dagar - 15 október (Titanic Deluxe Belek)
  • 12 dagar - 25 október og 5 nóvember (Sirene Belek)

Search