Quinta Da Ria - Algarve
Verð frá kr.- 629.900 á mann.
Apríl - 2026.
Staðsett á vinsæla strandsvæðinu Algarve í Portúgal.



Tímabil
Apríl
Staðsetning
Algarve - Portúgal
Verð frá
Kr.- 629.900 á mann
Quinta da Ria – Golf í hjarta Algarve
„Þar sem náttúran mætir fullkominni golfhönnun.“
Quinta da Ria er eitt af glæsilegustu golfsvæðum Algarve og býður upp á einstaka upplifun fyrir kylfinga á öllum getustigum. Völlurinn er hannaður af fræga arkitektinum Rocky Roquemore og liggur í náttúruverndarsvæðinu Ria Formosa, sem skapar óviðjafnanlegt útsýni yfir Atlantshafið og sandstrendur svæðisins.
Quinta da Ria er þekkt fyrir fyrsta flokks aðstöðu, þar á meðal æfingasvæði, golfkennslu og vandaðan klúbbhúsveitingastað þar sem gestir geta notið matargerðar í hæsta gæðaflokki. Hvort sem þú ert að leita að áskorun eða afslöppuðum golfdegi í paradís, er Quinta da Ria fullkominn áfangastaður.
Quinta da Ria er eitt af glæsilegustu golfsvæðum Algarve og býður upp á einstaka upplifun fyrir kylfinga á öllum getustigum. Völlurinn er hannaður af fræga arkitektinum Rocky Roquemore og liggur í náttúruverndarsvæðinu Ria Formosa, sem skapar óviðjafnanlegt útsýni yfir Atlantshafið og sandstrendur svæðisins.
Quinta da Ria er þekkt fyrir fyrsta flokks aðstöðu, þar á meðal æfingasvæði, golfkennslu og vandaðan klúbbhúsveitingastað þar sem gestir geta notið matargerðar í hæsta gæðaflokki. Hvort sem þú ert að leita að áskorun eða afslöppuðum golfdegi í paradís, er Quinta da Ria fullkominn áfangastaður.
Golfvellirnir Quinta da Ria og Quinta da Cima
Quinta da Ria
Golfvöllurinn er par 72 og státar af breiðum brautum, vel staðsettum glompum og stórum, hraðskreiðum flötum sem krefjast lagni og nákvæmni. Á hverri holu opnast nýtt sjónarhorn frá grænum brautum vallarinns yfir að sjónum og ströndum svæðisins sem gerir leikinn jafn fallegann og hann er skemmtilegur.
Quinta da Cima
Quinta da Cima er systurvöllur Quinta da Ria og býður upp á krefjandi og tæknilega hönnun sem hentar kylfingum sem vilja prófa sig við alvöru áskorun. Völlurinn er par 72 og er þekktur fyrir langar brautir, vel staðsettar vatnshindranir og glompur sem krefjast nákvæmrar leikáætlunar. Hönnunin er klassísk og stílhrein, með breiðum brautum og stórum flötum sem gera leikinn bæði spennandi og krefjandi. Quinta da Cima er oft valinn af kylfingum sem vilja æfa keppnisleik eða bæta taktíska færni sína.






Robinson Club Quinta da Ria – Lúxus, golf og strandlíf í hjarta Algarve
Upplifðu einstakt sambland af náttúrufegurð, lúxus og golfi á Robinson Club Quinta da Ria, 5 stjörnu all-inclusive hóteli staðsettu innan töfrandi Ria Formosa náttúruverndarsvæðisins. Hér sameinast rólegt umhverfi, frábær aðstaða og fyrsta flokks þjónusta í fullkominni suðrænnri upplifun.
Hótelið er staðsett á milli tveggja frábærra 18 holu golfvalla, Quinta da Ria og Quinta de Cima, sem gerir það að draumastað fyrir alla golfáhugamenn. Að auki býður það upp á nálægð við Atlantshafið og fallegar sandstrendur, fullkomið fyrir þá sem vilja blanda saman golfi og afslöppun.
Hvað er innifalið Robinson Club Quinta da Ria?
- All-inclusive upplifun: Fjölbreytt hlaðborð í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Drykkir, þar á meðal sérkaffi í morgunmat, allir drykkir, allan daginn í barnum (að undanskildum völdum vínum, freyðivínum og sterkum drykkjum) og gosdrykkir (nema vörumerkjavörum). • Bjór, borðvín, síukaffi og te í boði í hlaðborðssvæðinu.
- Glæsileg herbergi: Björt, rúmgóð og nútímaleg, flest með svölum og útsýni yfir golfvelli eða náttúruna.
- Veitingastaðir í hæsta gæðaflokki: Alþjóðleg matargerð ásamt ekta portúgölskum réttum.
- Heilsulind og vellíðun: Spa, líkamsrækt, sundlaugasvæði og fjölbreytt dagskrá fyrir líkama og sál.
- Afþreying fyrir alla: Daglegar skemmtanir, íþróttir og kvöldviðburðir.
Ferðadagsetningar vorið 2026
Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
- 12 dagar - 20 apríl
